Gísli Gíslason
Ég er kvćntur Bergrósu Guđmundsdóttur frá Neskaupstađ. Af fyrra hjónabandi á ég tvö börn: Eyleif Ósk og Gísla Veigar, fćdd 1996 og 1998. Ég starfa hjá umhverfissviđi Reykjavíkurborgar.
Norđfirđingafélagiđ
Sá sem er fćddur eđa hefur alist upp á Norđfirđi verđur alltaf Norđfirđingur, hvar í veröldinni sem hann er búsettur. Norđfirđingafélagiđ er kjörinn vettvangur fyrir ţá sem vilja halda tryggđ viđ heimahagana og er ţađ von mín ađ flestir kjósi svo.
11.07.2010
Eistnaflug í Neskaupstađ
Nú um helgina var haldin hátíđin Eistnaflug í Neskaupstađ. Eistnaflug er tónlistarhátíđ sem haldin er í Egilsbúđ í Neskaupstađ ađra helgina í júlí ár hvert. Rokk í ţyngri kantinum er í hávegum haft á hátíđinni en nćr allur skali rokktónlistar ţó spannađur og fjölbreytt dagskrá í bođi fyrir rokkáhugamenn. Hátíđin hefur haft ţađ orđ á sér ađ vera árshátíđ eđa uppskeruhátíđ rokkarans og hefur hún eingöngu hlotiđ jálvćđa umrćđu í fjölmiđlum. Hún er nú orđin fastur liđur í tónlistarlífi Austurlands og ţungamiđja rokktónleikahalds á Íslandi. Ţađ er okkur kappsmál ađ viđhalda ţví orđspori sem Eistnaflug hefur getiđ sér: ađalrokkhátíđ landsins, ţar sem allt fer fram í bróđerni og vinskap.
Eistnaflug á sögu sína ađ rekja aftur til ársins 2005. Stefáni Magnússyni, eđa Stebba hressa eins og flestir ţekkja hann sem, leiddist rokkleysiđ eftir ađ hafa flutt til Neskaupstađar. Hann vildi ţungarokk og partí og flutti fjalliđ til Múhameđs; skipulagđi tónleika međ 14 hljómsveitum og bauđ vinum sínum til Neskaupstađar í lok ágúst. Um 50 manns borguđu sig inn, partí var haldiđ heima hjá Stebba og svo sváfu allir í félagsmiđstöđinni.
Áriđ eftir voru tónleikarnir haldnir ađra helgina í júlí og sú hefđ hefur haldist síđan ţá. Um 300 manns mćttu og fjöldi hljómsveita var svipađur og áriđ áđur. Spiluđu ţá međal annarra Innvortis, Potentiam og Dr. Gunni – og ţví ljóst ađ Eistnaflug hefur frá upphafi veriđ fjölbreytt hátíđ og ekki einskorđuđ viđ harđasta ţungarokk.
Hátíđin hélt áfram ađ stćkka og dafna. Áriđ 2007 voru Eistnaflug einir best sóttu ţungarokkstónleikar ársins. Fjöldi hljómsveita var umtalsvert meiri en hafđi veriđ, eđa hátt í 40 talsins. Ţađ var ţetta ár sem Eistnaflug varđ „frćgt“. Ţó hátíđin vćri stór í sniđum og fjöldi gesta tvöfalt meiri en áriđ áđur gekk allt vel og hátíđin fór fram í sama bróđerni og á sömu vinalegu nótum og ţegar gestir voru ađeins nokkrir tugir.
Ljóst var ađ Eistnaflug var komiđ til ađ vera. Áriđ 2008 flugu eistun sem aldrei fyrr og allir rokkarar vissu um hvađ veriđ var ađ tala ţegar einhver sagđi „Eistnaflug“. 800 manns mćttu og tók hátíđin nokkrum stakkaskiptum. Í fyrsta skipti spilađi erlend hljómsveit á hátíđinni, Contradiktion frá Ţýskalandi. Einnig spiluđu Ham í fyrsta skipti og trylltu lýđinn. Sett var 18 ára aldurstakmark á hátíđina og stóđ tónleikahald nú í ţrjá daga í stađ tveggja. Ţađ var ţví nóg nýtt ađ gerast eins og viđ höfum einsett okkur: ađ bjóđa sífellt upp á eitthvađ nýtt en halda ţó ţeim ramma sem allir ţekkja sem gamla, góđa Eistnaflug.
Áriđ 2009 var áframhaldandi ţróun. Í ţetta skiptiđ voru erlendar sveitir tvćr, hin ţýska Actress og Tyrant frá Svíţjóđ. 30 íslenskar sveitir sýndu ţeim erlendu hvernig ćtti ađ gera ţetta og var stemmningin í bćnum ólýsanleg. Uppselt var í fyrsta skipti og ekki er ólíklegt en ađ nćturgestum Neskaupstađar hafi fjölgađ um ţúsund manns ţessa helgi. Viđ létum útbúa Eistnaflugsboli og ţeir seldust upp eins og skot, ţannig ađ ljóst er ađ sá siđur er kominn til ađ vera.
Fyrir hátíđina í ár fćrum viđ okkur svo á enn hćrra plan og flytjum til landsins eitt af flaggskipum ţungarokksins, sjálfa Napalm Death. Hin íslensk/norska sveit Fortíđ er einnig vćntanleg og rjóminn af íslensku ţungarokki eins og ţađ leggur sig. Ţađ stefnir hrađbyri í ađ ţađ verđi uppselt aftur á hátíđina og mun nú öll ađstađa verđa bćtt enn frekar. Má til dćmis nefna ađ tjaldsvćđi verđur afmarkađ og verđur ţar gćsla á öllum tímum sólarhringsins, gćsla og dyravarsla í Egilsbúđ verđur hert, hljóđkerfi og ljósabúnađur bćttur enn frekar og stuđiđ, rokkiđ og skemmtunin enn geđveikari en nokkru sinni áđur.

fengiđ af www.eistnaflug.is