„Norðfirðingar“
Eftir því sem ég best veit þá hefur enginn Norðfirðingur leikið reglulega með Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Nokkrir Norðfirðingar hafa leikið í eftstu deild á Íslandi og í dag leika, m.a. Halldór Hermann Jónsson, dóttur sonur Þorbergs og Ingu Sím og Jón Gunnar Eysteinsson dóttur sonur Elmu Guðmunds og Jóns Einars Jóhannssonar.
Ekki veit ég um neinn borinn og barnfæddann Norðfirðing sem hefur orðið atvinnumaður í knattspyrnu, en báðir foreldrar Daða Bergssonar sem nýverið gerði atvinnumannasamning við hollenska félagið NEC Nijmegen, eru Norðfirðingar. Þau eru Sigríður Ósk Halldórsdóttir frá Framnesi og Bergur Þorkelsson ættaður úr Dagsbrún. Einnig á Aron Jóhannsson föður sem er Norðfirðingur en hann er Jóhann Gíslason, sem er frá Norðfirði en fluttist seinna með foreldrum sínum til Hornafjarðar þar sem fjölskyldan bjó um hríð. Aron leikur í dag með hollenska liðinu AZ Alkmar.
Norðfirðingar eiga líka tengdasyni sem eru að gera garðinn frægann í knattspyrni en Gary Kagelmacher og Håvard Nordtveit eiga konur sem eiga norðfirska feður og mætti því nefna sem „tengdasyni Norðfjarðar“
Gary Kagelmacher leikur með Monaco í frönsku deildinni. Hann er frá Uruguay og hafði áður leiki með þar lendu liði sem heitir Danubio en í Evrópu hafði hann leikið með B-liði Real Madrid og einn leik með aðalliðinu í La Liga. Kona hans er Christine Stefansson sem er barnabarn Stefáns Þorleifssonar og Guðrúnar Sigurjónsdóttur, en sonur þeirra Sigurjón Stefánsson flugmaður er faðir Christine og þ.a.l tengdafaðir Gary Kagelmacher.
Håvard Nordtveit er norskur atvinnumaður í knattspyrnu. Hann hóf sinn lék með Haugasund í Noregi en fór þaðan til Arsenal og leikur nú með Borussia Mönhengladbach þýsku Bundeslígunni.
Håvard býr með íslenskri konu sem heitir Anna Berg Einarsdóttir. Faðir hennar er Einar Sigurjónsson frá Neskaupstað eða „Einsi Sirra“ eins og hann er nefndur á norðfirskan hátt. Móðir Önnu Berg er Hólmfríður Garðarsdóttir frá Húsavík. Einar er sonur Sirra og Sigrúnar. Einar og Hólmfríður búa í Noregi þar sem Anna Berg ólst upp.
„Viðfirðingar“
Það eru tveir þekktir knattspyrnumenn ættaðir úr Viðfjarði eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og Hermann Hreiðarsson sem hefur nýlokið sínum atvinnumannaferli og er nú þjálfari ÍBV. Ömmur þeirra beggja ólust upp í Viðfirði en þær voru systkynabörn. Sveinn Bjarnason í Viðfirði er því sameiginlegur forfaðir þeirra. Ólöf sem var amma Hermanns fluttist snemma til Vestmannaeyja þar sem hún bjó allatíð. Amma Gylfa er Hulda Sigurðardóttir, sem býr í Hafnarfirði en Þórbergur Þórðarson skrifaði um hana, og nefndi hana „Viðfjarðarskottu“ þegar hann skrifaði um Viðfjarðarundrin.
Albert Guðmundsson
Kannski er samt frægasti knattspyrnumaðurinn af norðfirskum stofni, Albert Guðmundsson. Albert lék bæði í Skotlandi, Englandi, Italíu og Frakklandi. Hann var ekki bara fyrsti atvinnumaður Íslendinga í knattspyrnu heldur einnig fyrsti atvinnumaður Norðurlanda. Albert varð seinna heildsali, Alþingismaður og ráðherra. Móðir hans Indíana Bjarnadóttir var norðfirsk, dóttir Bjarna Vilhelmssonar sem bjó á Norðfirði en lést árið 1942 í sjóslysi.
Það er mikið af efnilegum Norðfirðingum í knattspyrnu og vonandi eigum við eftir að sjá innfædda leikmenn úr firðinum okkar fagra hasla sér völl á erlendri grund sem atvinnumenn í knattspyrnu.