Félagiđ er líka međ facebókarsíđu - Norđfirđingafélagiđ í Reykjavík
23.01.2012
Skýrsla stjórnar starfsáriđ 2011/2012
Guđrún Kristín Einarsdóttir, formađur félagsins.

Ársskýrla stjórnar Norðfirðingafélagsins fyrir árið 2011

Á aðalfundi félagsins í fyrra gengu úr aðalstjórn Gísli Gíslason formaður, Hólmfríður G Guðjónsdóttir, Bjarni Freyr Ágústsson og Birna Hilmarsdóttir. Birna og Gísli gáfu kost á sér í varastjórn. Áfram í stjórn sátu: Íris Másdóttir og Þorsteinn Sigurðsson.

Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar skipti stjórnin með sér verkum en 5 nýjir Norðfirðingar komu inn í stjórn svo allt í allt voru 8 manns í aðalstjórn og 6  í varastjórn. Það eru ekki margar stjórnir sem geta státað af svo flottum stjórnum held ég.

Leikar fóru þannig eftir miklar vangaveltur :

Guðrún K Einarsdóttir tók formannsstólinn

Kristján T Högnson varaformaður

Íris Másdóttir hélt gjaldkeratitlinum

Sigurður Þorbergsson gerðist ritari stjórnar

Þorsteinn Sigurðsson er áfram stjórnandi heimasíðu félagsins

Meðstjórnendur: Jón Karlsson,Sveinn Ásgeirsson,,Vildís Björgvinsdóttir og Vilmundur Tryggvason

Í varastjórn félagsins sátu: Birgir D. Sveinsson,Birna Hilmarsdóttir,Davíð Samúelsson,Gísli Gíslason,Gunnar Karl Guðmundsson og Hákon Aðalsteinsson.

 

Laugardagskaffi Norðfirðingafélagsins í umsjón þeirra félaga Jóns Karlssonar og Hákonar Aðalsteinssonar var á sínum stað allt árið og alltaf einhverjir sem kíktu við, bæði brottfluttir Norðfirðingar sem og heimamenn í bæjarferð. Laugardagskaffið var í gangi allt sumarið líka og ber að þakka þeim félögum fyrir þeirra framlag.

Vorganga félagsins  var farin 14. maí og var gengið um Hafnarfjörð undir leiðsögn Lúðvíks Geirssonar fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnafirði. Um 50 Norðfirðingar mættu í gönguna og fengu sér kaffi og með því á Fjörukránni á eftir.

Sjómannadagskaffi félagsins var á sínum stað á Kaffi Reykjavík á Sjómannadaginn. Mjög góð mæting var eða um 100 manns og var gerður góður rómur að veitingunum þetta árið.

Heimasíða Norðfirðingafélagsins þjónar stóru hlutverki á tímum tækninnar og æ fleiri verða tölvuvæddir og nýta sér þessa þægilegu tækni.  Á heimasíðu félagsins, sem Þorsteinn Sigurðsson stýrir með miklum sóma, er hægt að skrá sig í félagið ásamt því að fylgjast með því sem er og hefur verið að gerast í félaginu. Stjórnin vill hvetja þá sem ekki enn hafa skráð sig í félagið að láta verða að því. Það skiptir miklu máli fyrir svona félagasamtök að hafa marga félagsmenn því margt smátt gerir eitt stórt eins og við vitum.

Menningarkvöld Norðfirðingafélagsins

Fimmtudagskvöldið 17. nóvember var menningarkvöld félagsins haldið í Fella- og Hólakirkju.

Að þessu sinni var kvöldið tileinkað minningu Haraldar K Guðmundssonar prentara og tónlistarkennara. Veg og vanda að undirbúningi hátíðarinnar áttu: Birgir D Sveinsson, Gísli Gíslason og Sigurður Þorbergsson. Sigurður og Gísli fjölluðu um æfi og störf Haraldar og þess á milli léku Sigurður og Hlöðver Smári, sonur Haraldar, saman á básúnu og píanó ásamt því að nokkrar hljóðupptökur voru spilaðar.

Kvöldið endaði á því að  HG sextettinn steig á stokk og lék nokkur lög en þá hljómsveit skipuðu synir Haraldar; Deddi eða Guðmundur Haraldsson á trommur, Hlöðver Smári á píanó, og barnabörnin; Anna Lilja Karlsdóttir á trompet og Haraldur Guðmundsson yngri á bassa. Fjölskyldunni til aðstoðar voru Bjarni Freyr Ásgústson á trompet og Sigurður Þorbergsso á básúnu. Þetta var frábær skemmtun og mjög vel heppnað kvöld í alla staði.

Á eftir var boðið uppá kaffi og konfekt í boði Nóa og Freyju. Sýndar voru ljósmyndir frá Norðfirði og voru flestar myndir fengnar með leyfi eiganda af veraldarvefnum. Það voru um 200 manns sem mættu og áttu ánægjulega kvöldstund. Norðfirðingafélagið þakkar öllum þeim er lögðu hönd á plóginn við að gera þetta að svona ánægjulegri kvöldstund og gestum fyrir komuna. Þetta kvöld er sannarlega komið til að vera.

Bæna og kyrrðarstund Norðfirðingafélagsins var haldin í Fella – og Hólakirkju þann 20. Desember. Um 40-50 manns mættu og áttu góða stund saman. Í fjarveru séra Svavars Stefánssonar sá Ragnhildur Ásgerisdóttir djákni um athöfnina ásamt því að orgelleikari kirkjunnar, Guðný Helgadóttir spilaði 2 lög. Þessi athöfn er mikilvæg fyrir okkur Norðfirðinga. Upp hefur komið sú hugmynd að þegar 20.des ber upp á virkan dag að seinka athöfninni til kl 18:00 í stað 17:00 og lýst núverandi stjórn vel á það.

Dagatal félagsins  kom út í nóvember og var það frumsýnt á menningarkvöldinu og gafst fólki tækifæri til að kaupa það til að setja í jólapakkann. Dagatalið  var sent til allra félagsmanna og var sendur út giro til félagsmanna uppá kr.1500.  

Þema dagatalsins eru skipsáhafnir og sáu Birgir D. Sveinsson, Birna Hilmarsdóttir og Gísli Gíslaon ásamt fleirum um þetta verk en mikilvægur þáttur í þessu er ákaflega gott samstarf við Guðmund Sveinsson á Norðfirði.

 Kom í ljós þegar byrjað var að leita fanga að ekki var um auðugan garð að gresja hvað myndefni snerti. Norðfirðingafélagið vill þakka þeim fyrir vel unnið starf varðandi dagatalið og vonumst við til þess að fá að leita til þessara reynslubolta í framtíðinni.

 

Norðfirðingur – fréttablað félagsins  kom út 4 sinnum á árinu eins og undanfarin ár.

Sem hluti af skýrslu stjórnar þá leggjum við til að ársgjald félagsins  verði áfram 1500 kr. Ársgjaldið er sent út til allra félagsmanna en ef ekki er greitt af einhverjum ástæðum þá er  folk  áfram í félaginu nema það kjósi annað.  Aðstæður folks eru breytilegar en við erum þakklát öllum sem greitt hafa ársgjaldið.   Í dag eru tæplega 380 manns á félagaskrá og stefnir stjórn félagsins að því að fá 500 manns á skrá.

Ákveðið hefur verið að senda út rukkun fyrir árgaldinu í maí og fyrir dagatalið í október ár hvert og vonumst við til þess að það mælist vel fyrir.

Nýbreytni í félaginu er komandi þorrablót Norðfirðingafélagsins.  Þessi hugmynd kom upp strax á fyrsta fundi nýrrar stjórnar og var ákveðið að athuga með áhuga félagsmanna á slíkri samkomu. Þar sem áhugi virtist vera mikill þá ákvað stjórnin að skella sér í þetta verkefni og vonumst við til þess að félagsmenn mæti á blótið og ryfji upp gömlu góðu blótin eins og þau gerast best heima í firðinum fagra. 

Ákveðið var að halda fyrsta blótið í félagsheimilinu  Hlégarði í Mosfellsbæ þar sem það er félagsheimili eins og við eigum að venjast og reyna að fá skemmtikrafta að heiman. Staðarhaldari sem sér um matinn, samþykkti að vera með hann í trogum á borðum – því annað kom ekki til greina. Hljómsveit að heiman  mun koma og skemmta okkur svo við verðum umvafin Norðfirskum blæ.

Miðasala á blótið hefst hér í dag og og einnig verður hægt að greiða fyrir miðana í gegn um heimabanka og eru allar upplýsingar um það á heimasíðu félagsins og í síðasta fréttablaði.

Engin hefur ákveðið að hætta í aðalstjórn og því legg ég til að hún verði samþykkt í óbreyttri mynd.

Ef einhverjir fleiri hafa áhuga á að koma inn og starfa með okkur þá eru þeir velkomnir, hvort sem er í aðal- eða varastjórn.

Fyrir hönd stjórnar starfsárið 2011

Guðrún K Einarsdóttir

Formaður