Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
01.02.2013
Skýrsla stjórnar starfsáriđ 2012/2013
Guđrún K. Einarsdóttir, formađur félagsins flytur skýrslu stjórnar.

Ársskýrla stjórnar Norðfirðingafélagsins fyrir árið 2012

Á aðalfundi félagsins í fyrra héldu allir úr aðalstjórn áfram, enda allir nema 2 nýjir frá aðalfundi árinu áður.  Á fyrsta stjórnarfundinu var ákveðið að að allir héldu sínum stöðum innan stjórnar.

Guðrún K Einarsdóttir formaður

Kristján T Högnson varaformaður

Íris Másdóttir gjaldkeri

Sigurður Þorbergsson ritari

Þorsteinn Sigurðsson stjórnandi heimasíðu félagsins

Meðstjórnendur: Jón Karlsson,Sveinn Ásgeirsson,,Vildís Björgvinsdóttir og Vilmundur Tryggvason

Ur varastjórn félagsins gengu  Birgir D. Sveinsson,og Gísli Gíslason  en áfram sátu Birna Hilmarsdóttir,Davíð Samúelsson og Gunnar Karl Guðmundsson.

 

Laugardagskaffi Norðfirðingafélagsins í umsjón þeirra félaga Jóns Karlssonar og Hákonar Aðalsteinssonar var á sínum stað allt árið og alltaf einhverjir sem kíktu við, bæði brottfluttir Norðfirðingar sem og heimamenn í bæjarferð. Laugardagskaffið var í gangi allt sumarið líka og ber að þakka þeim félögum fyrir þeirra framlag.

Vorgöngu félagsins var breytt í vorferð félagsins  

Í ár bauð Norðfirðingafélagið uppá  vorferð í stað hefðbundinnar vorgöngu. Ferðin var farin laugardaginn 12. maí og var lagt upp frá BSÍ í Reykjavík og ekið til Keflavíkur, nánar tiltekið um Hafnir og þaðan í Sandgerði.    Stoppað var í Hvalneskirkju, þar sem ferðlangar skoðuðu kirkjuna  og  kynnti  Reynir Ragnarsson Sandgerðingur sögu  staðarins.  Ferðin  endaði  á veitingastaðnum Vitanum í Sandgerði þar sem Reynir sagði sérstaklega frá útgerð Norðfirðinga á Suðurnesjum fyrr á tímum. Um fjörtíu manns tóku þátt í ferðinni og tókst ferðin í alla staði mjög vel. bar og þátttaka góð eins og ávallt.  Davíð Samúelsson hafði veg og vanda að skipulagningu ferðarinnar og var hann jafnframt bílstjóri hópsins og kunnum við honum góðar þakkir fyrir flotta ferð.

Sjómannadagskaffi félagsins var á sínum stað á Kaffi Reykjavík á Sjómannadaginn. Mjög góð mæting var eða um 100 manns og var gaman að sjá Norðfirðinga að heiman sem voru staddir í höfuðborginni leggja leið sína til okkar.  Stjórn Noðfirðingafélagsins vill koma þökkum á framfæri til Kristjáns Kristjánssonar á Sjónarhól sem hefur boðið okkur að hafa Sjómannadagsblað Austurlands til sölu á þessum degi og erum við ákaflega þakktlát fyrir að geta nálgast blaðið  á þessum degi.  Sjómannadagskaffið 2013 verður á nýjum stað; á veitingahúsinu MAR  sem stendur við Geirsgötu 9 við gömlu höfninna

Þessi staður er í eigu Grétars Sveinssonar og fjöldskyldu en Grétar er sonur Þóru Jakobs frá Strönd og Sveins Jónssonar frá Tröllanesi.

Heimasíða Norðfirðingafélagsins þjónar stóru hlutverki á tímum tækninnar og æ fleiri verða tölvuvæddir og nýta sér þessa þægilegu tækni.  Á heimasíðu félagsins, sem Þorsteinn Sigurðsson stýrir með miklum sóma, er hægt að skrá sig í félagið ásamt því að fylgjast með því sem er og hefur verið að gerast í félaginu. Stjórnin vill hvetja þá sem ekki enn hafa skráð sig í félagið að láta verða að því. Það skiptir miklu máli fyrir svona félagasamtök að hafa marga félagsmenn því margt smátt gerir eitt stórt eins og við vitum og var ákveðð af stjórn félagsins að reyna að gera allt til að fjölg félagsmönnum í okkar góða félagi. Eitt af því sem okkur fannst við hæfi var að bjóða félagsmönnum upp á lægra aðgangsverð að viðburðum félagsins þó allir væru velkomnir eftir sem áður að sjálfsögðu en myndu þá greiða hærra verð. Þetta var gert í fyrsta skiptið á menningarkvöldi félagsins í haust.

Menningarkvöld Norðfirðingafélagsins   var haldið fimmtudagskvöldið 15. nóvember í Fella- og Hólakirkju.                                                                                                                    Að þessu sinni var þemað samgöngur fyrir austan ef svo má segja. Forstöðumaður jarðgangnadeildar vegagerðarinnar kom í heimsókn og flutti ítarlegan fyrirlestur í máli og myndum af fyrirhuguðum Norðfjarðargöngum sem á að byrja á 2013 ef allt gengur eftir. Við fengum góðan gest að heiman, Inu Gísladóttur úr Seldal, sem flutti okkur fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestur sem hún kallaði „Myndir að heiman“ og sýndi okkur gullfallegar myndir frá hinum ýmsu fjallstoppum í fjallahringnum ásamt því að segja okkur frá nýju verkefni sem hún er að vinna að og kallar „Minjar við sjó í Sandvík og við Norðfjarðarflóann“. Að endingu var hún með nokkrar vel valdar myndir af austfjarðarþokunni í allr sinni dýrð.  Lokatónana á þessu menningarkvöldi sló Hlynur Benediktsson með nokkrum góðum og gömlum lögum. Á eftir var boðið uppá kaffi og konfekt í boði Nóa og Freyju og spjallað saman. Stjórn Norðfirðingafélagsins vill þakka þeim sem fram komu kærlega fyrir og gestum fyrir komuna.

Bæna og kyrrðarstund Norðfirðingafélagsins  var haldin í Fella – og Hólakirkju þann 20. Desember. Yfir 80 manns mættu og áttu góða stund saman með séra Svavari Stefánssyni. Barnabörn hans 2 ásamt vinkonu þeirra, fluttu okkur fallega jólatónlist. Ottar Sveinsson sem skrifaði um snjóflóðin 1974 í nýjustu bók sinni Utkall, flutti kveðju til Norðfirðinga og boðið var upp á að tendra á kertum itl minningar um þá sem ekki eru lengur á meðal okkar. Að lokum sungu allir saman jólasálminn Heims um ból við undirleik barnabarna sr Svavars og vinkonu þeirra. Eftir þessa yndislegu stund var boðið upp á kaffi og konfekt í boði Freyju og Nóa-Síríus og kann félagið þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn. Við viljum nota tækifærið og þakka sr Svavari fyrir ómetanlegan hlýhug í garð okkar Norðfirðinga og fyrir þessa fallegu stund á þessum degi sem skiptir okkur öll svo miklu máli og er greypt i huga okkar allra.

 

Dagatal félagsins  kom út í lok nóvember og var ætlunin að frumsýna það á menningarkvöldinu en því miður tókst það ekki því það var ekki komið úr prentun. Dagatalið  var sent til allra félagsmanna og var sendur út giróseðill til félagsmanna uppá kr.1500.

Þema dagatalsins 2013 var : Neskaupstaður fyrr og nú. Teknar voru gamlar ljósmyndir sem til voru frá Neskaupstað, og fengin var einstaklingur til að taka mynd frá sama eða svipuðu sjónarhorni. Þetta kom ansi skemmtilega út og var reynt að merkja þau hús með nöfnum þar sem það átti við og ef misbrestur hefur orðið þar á þá vil ég byðjast velvirðingar á því fyrir hönd félagsins. Dagatalanefnd félagsins er öllum félagsmönnum opin og vil ég nota tækifærið og bjóða þá sem hafa áhuga á að vinna að dagatali félagsins velkomna í þá nefnd. Það þarf ekki að kjósa það á aðalfundi, nóg er að láta okkur í stjórnini vita.

Norðfirðingur – fréttablað félagsins  kom út 3 sinnum á árinu eins og í fyrra.

Sem hluti af skýrslu stjórnar þá leggjum við til að ársgjald  félagsins verði hækkað í 1800 kr. Ársgjaldið er sent út til allra félagsmanna en ef ekki er greitt af einhverjum ástæðum þá er  folk  áfram í félaginu nema það kjósi annað.  Aðstæður folks eru breytilegar en við erum þakklát öllum sem greitt hafa ársgjaldið.   Í dag eru rúmlega 380 manns á félagaskrá og stefnir stjórn félagsins að því að fá 500 manns á skrá. Við stefndum að því í fyrra líka en ekki tókst okkur ætlunarverkið alveg en þó varð nokkur aukning.

Ákveðið hefur verið að senda út rukkun fyrir árgaldinu í maí og fyrir dagatalið í október – nóvember  ár hvert og vonumst við til þess að það mælist vel fyrir.

A síðasta ári var haldið Þorrablót Norðfirðingafélagsins og var það ákaflega vel  heppnað og fór fram úr væntingum okkar stjórnar. Það var greinilegt á viðtökunum sem blótið fékk að Norðfirðingar sakna hins Norðfirska þorrablóts.  Ákveðið var að halda fyrsta blótið í félagsheimilinu  Hlégarði í Mosfellsbæ þar sem það er félagsheimili eins og við eigum að venjast.

Strax var tekin ákvörðun um að fá skemmtikrafta að heiman og öll vildum við upplifa svipuð blót og við vorum alin upp við heima í firðinum okkar fagra  - alvöru þorrablót með trogi á borðum og kótilettur í raspi og miklum fjöldasöng og heimatilbúin skemmtiatriði.

Til að gera langa sögu stutta þá var nánast uppselt á blótið, yfir 200 manns mættu og áttu frábæra kvöldstund saman og skemmtu sér eins og heima í gamla daga.  Davíð Samúelsson eða Dabbi Samma var veislustjóri og stjórnaði blótinu og fjöldasöng af miklum krafti og honum til aðstoðar á harmonikkuna var Örlygur Eyþórsson maður Siggu Hermanns.  Guðmundur R Gíslason kom suður ásamt hljómsveit sinni Alþjóðlega bandinu, og flutti okkur gamanvísur Ellu á Hofi sem hann flutti  á sveitablótinu og einnig vísur sem voru lokalagið í skemmtiatriðinu á Alla-Balla blótinu.  Hólmfríður G Guðjónsdóttir og Gísli Gíslason fluttu minni karla og kvenna og Bjarni Tryggvason flutti gamanvísur eftir föður sinn, Tryggva Vilmundarson frá árinu 1976.   Ljóst er að þorrablót félagsins er komið til að vera og var farið stax í að panta húsið undir blótið 2013 og er stefna tekin á að hafa það alltaf helgina á eftir ,,Alla-Balla” blótinu heima, eða þriðju helgi í þorra. Blótið í ár verður því laugardaginn 9.febrúar og hefst miðasala á blótið hér í dag og verða einnig seldir miðar, laugardaginn 2.febrúar á kaffihúsi Söndru Vestmann, Retro,í Hamraborginni í Kópavogi. Akveðið hefur verið að selja miða á dansleikinn sér. I tilefni þorrablótsins hefur verið stofnað netfang; nobbarar@gmail.com þar sem þorrablótsnefnd óskar eftir því að ef hópar vilja sitja saman við borð að viðkomandi sendi inn nafnalista á netfangið. Þetta gerum við til að reyna að verða við óskum allra og til að forðast misskilning. Þeir sem ekki tilheyra hópum lenda samt ekkert einir úti í horni.

Spurningakeppni átthagafélaganna

I desember s.l. barst formanni bréf frá fvaraformanni Barðstrendingafélagsins hér í Reykjavík og var okkur boðið að vera með í að endurvekja spurningakeppni átthagafélaganna sem haldin var í nokkur ár kringum aldamótin síðustu og eins og segir í fréttatilkynningu sem send var út 19.janúar s.l.; Þar sem spurningakeppnir eru „í tísku“ núna, samanber Útsvar og öll PubQuiz-in, gæti það verið tilvalinn vettvangur til að vekja athygli á átthagafélögunum og virkja meðlimi þeirra. Ekki síst að fá unga fólkið til að taka þátt. Hugmyndin er því að hafa keppnina létta og skemmtilega, ekki of fræðilega. Keppnin verður haldin í Breiðfirðingabúð og hefst 28. febrúar og lýkur á síðasta vetrardag og þá með dansi. Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson, grunnskólakennari.  Búið er að stofna facebok síðu og hvetjum við Norðfirðinga til að fylgjast með þessum viðburðum og fjölmenna þegar okkar fólk mætir á sviðið.

Gísli Gíslason fyrrverandi formaður félagsins, hefur tekið að sér að vera í forsvari keppenda okkar félags og hefur hann fengið Huga Þórðarson,Hákoni Aðalsteinsson, Steinunni Þóru Arnadóttur og Láru Guðlaugu Jónasdóttur með sér í liðið og óskar stjórnin þeim góðs gengis í keppninni.

 

Irís Másdóttir hefur ákveðið að hætta í aðalstjórn á þessum aðalfundi og vil ég fyrir hönd Norðfirðingafélagsins og stjórnarinnar þakka henni fyrir frábært starf og samvinnu í stjórninni. Aðrir stjórnarmeðlimir bjóða sig fram til áframhaldandi setu:  .

Ef einhverjir hafa áhuga á að koma inn og starfa með okkur þá eru þeir velkomnir, hvort sem er í aðal- eða varastjórn.

Að lokum vil ég þakka stjórn Norðfiðingafélagsins fyrir gott samstarf á árinu og félagsmönnum fyrir frábærar móttökur á öllum viðburðum  félagsins á árinu 2012.

Fyrir hönd stjórnar starfsárið 2012

Guðrún K Einarsdóttir

Formaður