Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
01.02.2010
Skýrsla stjórnar Norđfirđingafélagsins fyrir 2009-2010.
Gísli Gíslason formađur

Laugardagskaffi  Norðfirðingafélagins var á síðasta starfsári haldið fyrsta laugardag í mánuði á Kaffitár í Kringlunni.  Eins og undanfarin ár voru það Jón Karlsson og Hákon Aðalsteinsson sem sáu um þennan fasta þátt í starfsemi félagsins.  Almennt er mæting ágæt en breytileg eftir árstíðum.

Vefurinn okkar var í haust búinn að vera til í 1 ár og varð fyrir árásum í netheimum og þurfti að loka.  Vefurinn hefur ekki náð sér alveg en verið er að vinna að viðgerðum.  Þorsteinn Sigurðsson vefstjóri félagsins hefur séð um að setja á vefinn bæði myndir og texta af viðburðum félagsins.  Við viljum hvetja félaga til að senda honum myndir og efni til að setja á vefinn.

Eftir síðasta aðalfund þá var haldin Rokkveisla á Broadway 13. febrúar og að venju voru það skemmtikraftar úr heimabyggð. Það voru tæp 200 manns sem komu á hátíðina.  Þessi hátíð er ekki haldin af Norðfirðingafélaginu en félagið hefur auglýst hana á vefnum, dagatalinu og hvatt félagsmenn til að mæta.

Sjómannadagskaffi félagsins var haldið á Kaffi Reykjavík þann 7. júní s.l.  Þar mættu tæplega 100 manns og harmonikkuspilari lék sjómannalög.

Vorganga Norðfirðingafélagsins var haldin þann 16. mai s.l. og var gengið í kringum Vífilsstaðavatn.  Það voru ríflega 30 manns sem mættu og leiðsögumaður var Hrafnkell Helgason fyrrverandi yfirlæknir á Vífisstöðum en hann þekkir staðinn og staðhætti vel.  Leiðsögn læknisins var fróðleg og skemmtileg en hann tengdi m.a. sögu staðarins við menn frá Norðfirði.  Hann sjálfur á einnig tengingu heim í fjörðinn fagra en tengdasonur hans er  fyrrverandi gjaldkeri félagsins, Gunnar Karls Guðmundssonar.

Haustganga Norðfirðingafélagsins var 19.september um gamla miðbæ Reykjavíkur undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Það voru ríflega 20 manns sem komu og var sérlega fróðlegt að sjá gamla grjótaþorpið í nýju ljósi.
 
Tónlistarkvöld Norðfirðingafélagsins var haldið þann 10. október.  Áætlað var að það yrði á Kringlukránni, en vegna breyttra aðstæðna á kránni, þá  var það ekki hægt.  Félagið stóð því frammi fyrir því að hætta við en Bjarni Freyr stjórnarmaður og hljómsveit hans Mono voru að spila þetta kvöld á Café Aroma og varð það Tónlistarkvöld félagsins í ár.  

Menningarkvöld Norðfirðingafélagsins.
Neskaupstaður fékk kaupstaðaréttindi árið 1929 og hefði því orðið 80 ára árið 2009.  Norðfirðingafélagið tileinkaði  menningarkvöldið 2009  80 ára afmæli Neskaupstaðar. Hátíðin var í Fella- og Hólakirkju þann 19. nóvember s.l.  Norðfirðingafélagið sjálft átti einnig 41 árs afmæli þennan dag en það var stofnað 19. nóvember 1968.  Dagskráin kvöldsins var fjölbreytt og m.a.:

    Sérstakir heiðursgestir  voru fyrrverandi bæjarstjórar Neskaupstaðar, þeir Ragnar Pétursson,  Logi Kristjánsson, Ásgeir Magnússon og Guðmundur Bjarnason.
    Stefán Þorleifsson, flutti hátíðarræðu kvöldsins.  Neskaupstaður fyrr og nú.
    Gamlar bíómyndir frá Norðfirði úr fórum Halldórs Jóhannssonar frá Heiðabýli og Magnúsar Hermannssonar voru sýndar.
    Fjallað var um María Bjarnadóttir, ævi og kveðskapur og eftir  hlé, léttar veitingar og kaffi, þá var fjallað um  Tryggva Vilmundarson, Óskar Björnsson og Svavar Benediktsson ævi þeirra,  kveðskap og tónlist.
    Kynnir var Birna Hilmarsdóttir og gerði hún það af stakri snilld.
 

Sunnudaginn 20. desember var svo bænastund með Sr. Svavari Stefánssyni í Fella og Hólakirkju kl. 17.00.  Barnabarn Sr. Svavar flutti tónlist ásamt 3 vinkonum sínum. Þessi bænastund var fyrst haldin árið 2004 þegar minnst var að 30 ár voru liðin frá snjóflóðunum í Neskaupstað. Árið 2009 voru 35 ár frá þessum hörmulegu atburðum.  Það voru 80 manns sem mættu og  eftir áttu gestir notalega stund yfir kaffibolla í Safnaðarheimilinu.

Á árinu 2009 kom út Norðfjarðarsaga, 2 bækur skráðar af Smára Geirssyni og gefið út af Hólaútgáfunni.  Félagsmönnum var boðin bókin á sérstökum afsláttarkjörum.

Dagatal félagsins kom út í haust og var sent til allra félagsmanna og var sendur út giro til félagsmanna uppá kr. 1500.  Það er nýbreytni að það sé komið út þegar á menningarkvöldi.  Dagatalið var einnig selt í heimabyggð fyrir jól.    Þema dagtalsins var verslun og þjónusta á Norðfirði og hefur myndaval mælst vel fyrir.  Birgir D. Sveinsson, Birna Hilmarsdóttir og Hólmfríður G. Guðjónsdóttir höfðu veg og vanda að þessu myndarlega verki.

Sem hluti af skýrslu stjórnar þá leggjum við til að ársgjald félagsins  verði áfram kr. 1500. Ársgjaldið er sent út til allra félagsmanna en ef ekki er greitt af einhverjum ástæðum þá er  folk  áfram í félaginu nema það kjósi annað.  Aðstæður folks eru breytilegar en við erum þakklát öllum sem greitt hafa ársgjaldið.   Í dag eru 360 manns á félagaskrá.

Einnig sem hluti af skýrslu stjórnar legg ég til tillögur um nýja stjórn: Úr aðalstjórn ganga Hólmfríður G. Guðjónssdóttir, Gunnar Karl Guðmundsson og Hálfdán Steinþórsson.  
Tillaga að nýrri stjórn er því:
Gísli Gíslason
Jón Karlsson
Þorsteinn Sigurðsson
Birgir D. Sveinsson
Bjarni Freyr Ágústsson
Birna Hilmarsdóttir
Íris Másdóttir
Birna Sævarsdóttir
Jón Gunnarsson

Vilmundur Tryggvason

Varastjórn
Hákon Aðalsteinsson
Gunnar Karl Guðmundsson
Örn Óskarsson
Hér að lokum þá er hér að vanda kaffihlaðborð, við hlýðum á norðfirska tónlist og hér er til kynningar austfirska tímaritið Glettingur.  Þess má geta nýverið var birt grein þar um Norðfirðing+afélagið.
Að lokum við þakkum öllum þeim sem lögðu á sig mikla og óeigingjarna vinnu fyrir félagið á liðnu ári.