stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Laugardagskaffi
Fyrsta laugardag í mánuði hittumst við í Kaffitári í Kringlunni kl. 09:30 og fáum okkur morgunkaffi og spjöllum um allt milli himins og jarðar.   Þessir viðburðir eru í umsjá Jóns Karlssonar og Hákons Aðalsteinssonar.
15.12.2014
Kyrrđarstund í Fella- og Hólakirkju 20. desember kl. 17.

Laugardaginn 20. desember verður kyrrðarstund í Fella- og Hólakirkju kl. 17:00. Þessi kyrrðarstund var fyrst haldin árið 2004 þegar minnst var að 30 ár voru liðin frá snjóflóðunum í Neskaupstað.  Í ár eru því 40 ár frá flóðunum.  Fyrir marga er þetta ómissandi viðburður í aðdraganda jólanna.

Sr. Svavar Stefánsson mun stjórna kyrrðarstundinni en jafnframt verður tónlist flutt og Þorleifur Ólafsson mun flytja minningar sínar. Að venju ljúkum við athöfninni með því að syngja saman. Kaffi og piparkökur að lokinni athöfn. Við hvetjum alla Norðfirðinga til að mæta.

Í síðasta Norðfirðing misritaðist tímasetningin og því er það áréttað að kyrrðarstundin verður kl. 17:00.

Endilega látið vini og kunningja vita af þessum viðburði.