stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
20.12.2014
Kyrrđarstund 2014
Ţorleifur Ólafsson

Í dag, 20. desember stóð séra Svavar Stefánsson, í samstarfi við Norðfirðingafélagið í Reykjavík, fyrir kyrrðarstund í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá snjóflóðunum í Neskaupsstað sem tóku 12 mannslíf og gjörbreytti samfélaginu í einni svipan.

Séra Svavar flutti bæn og rifjaði upp atburðina og Þorleifur Ólafsson flutti tölu.  Þorleifur missti föður sinn í flóðunum og fór hann yfir það hvernig hann, þá ungur blaðamaður á morgunblaðinu, upplifði þessa atburði og rifjaði hann upp dagana 20.-27. desember 1974 frá þvi að hann fyrst frétti af þeim og vikuna þar á eftir þegar útför fórnarlambana 10 sem fundust fór fram.

Matthías Ingiberg Sigurðsson klarinettuleikari og móðir hans Judith Þorbergsson píanó/orgelleikari spiluðu í athöfninni, en Matthías er í framhaldsnámi erlendis í klarinettuleik. Spiluðu þau meðal annars klarinettukonserts eftir Mozart og Judith spilaði undir í lokinn þegar allir sungu saman jólasálm Sveinbjörns Egilssonar, Heims um ból.

Á annað hundrað manns mættu á kyrrðarstundina.  Félagið þakkar öllum þeim sem komu og tóku þátt. Sérstakar þakkir frá félaginu fá þeir sr. Svavar og Þorleifur Ólafsson.

Myndir frá samkomunni má nálgast hér.