stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
18.01.2015
Ađalfundur og sólarkaffi
Guđrún K. Einarsdóttir flytur skýrslu stjórnar starfsáriđ 2014.

 Aðalfundur félagsins var haldinn í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 18. janúar.  Guðrún K. Einarstóttir, formaður, flutti skýrslu stjórnar og Jón Karlsson las reikninga félagsins í fjarveru Kristjáns T. Högnasonar gjaldkera.  Gísli Gíslason bar fram tillögu um að félagið gengist í að laga svæðið í kring um útsýnisskífuna sem félagið gaf og lét koma upp utan við Vitann árið 2010. Var sú tillaga samþykkt. Aðalfundinum var stjórnað af Birgi D. Sveinssyni. Efitir aðalfundinn var haldið í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem aðalfundargestir gæddu sér á sólarpönnukökum auk þess sem Jón Karlsson bauð upp á tertur í tilefni þess að þann 27. febrúar næstkomandi verður hann 80. ára. 

Með kaffinu fræddi Þórir Sigurbjörnsson gesti um vatn og vatnskristalla og sýndi okkur hvernig vatnið, undirstaða lífs á jörðinni, getur tekið á sig margar myndir.  Sérstaklega fjallaði hann um vatnskristalla sem myndast þegar vatnið frýs, hvernig mismunandi kristallar myndast í vatni frá mismunandi svæðum og einnig hvernig kristallarnir verða mismunandi við það að frjósa við mismunandi tónlist, hljóð og fleira. 

Eftir erindi Þóris voru sýndar myndir sem Ólafur Sveinbjörnsson tók í kringum miðjan 9. áratug síðustu aldar af mönnum og húsum heima á Norðfirði.

Takk þið sem komuð með kökur og pönnsur, takk þið sem leidduð fundinn og takk þið sem fluttuð erindi og leyfðuð okkur að njóta mynda.  En síðast og ekki síst - takk þið sem mættuð og sáuð til þess að gera þetta að enn einni skemmtilegri samkomu félagsins. 

Myndir frá samkomunni má skoða hér.