stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
04.11.2015
Menningarkvöld félagsins. Fella- og Hólakirkja, 11. nóvember kl. 20:00.

Minningartónleikar um  Ágúst Ármann Þorláksson

Miðaverð er 1000 kr.

Kvöldið í ár er tileinkað Ágústi Ármanni Þorlákssyni tónlistarmanni frá Norðfirði sem lést í september árið 2011, einungis 61 árs gamall.

Stór hluti dagskrárinnar sem flutt verður, var flutt í Egilsbúð þann 13.júní sl.

Á tónleikunum flytja ættingjar og vinir Ágústar lög eftir hann

sem komu út á geisladisknum  „Sól í heiði“ og var kynntur á tónleikunum í Egilsbúð.

Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni Ágústar og á menningarkvöldinu verður geisladiskurinn til sölu og mun allur ágóði hans renna í minningarsjóðinn en hlutverk sjóðsins er að styrkja ungt tónlistarfólk í Fjarðabyggð.  Verðið á disknum er 2000 kr.

Kaffi og konfekt í boði félagsins að lokinni dagskrá.

Ágúst Ármann var áratugum saman einn helsti forystumaður austfirsks tónlistarlífs og í hans huga voru engin landamæri í tónlistarheiminum. Fyrir utan að stjórna kirkjukórum sinnti hann margvíslegum störfum fyrir Kór Fjarðabyggðar og átti mikinn þátt í að byggja upp Snælandskórinn, kór Kirkjukórasambands Austurlands, sem stjórnarmaður og formaður.  Auk þess lék Ágúst í fjölda danshljómsveita og var einnig einn af stofnendum Blús-, rokk- og djassklúbbsins á Nesi (Brján).