stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
13.12.2015
Minningareitur um snjóflóđin vígđur í Neskaupstađ
Teikning af minnisvarđanum sem hannađur var af Robyn Vilhjálmsson.

Föstudaginn 18. desember kl. 18:00 verður vígður minningarreitur um snjóflóðin í Neskaupstað. Reiturinn er staðsettur innan við þéttbýlið á þeim slóðum er Mánahús stóð áður og er helgaður minningu þeirra sem farist hafa í snjóflóðum á Norðfirði.

Reitinn prýðir fallegur minnisvarði úr járni og íslenskum steini, hannaður af Robyn Vilhjálmsson, listakonu í Neskaupstað og smíðaður af Beate Stormo, eldsmið á Akureyri. Minnisvarðinn sýnir 17 blóm, eitt blóm fyrir hvert mannslíf sem snjóflóð hafa tekið í Neskaupstað. Þar hafa í þrígang fallið mannskæð flóð eða árið 1885, 1974 og 1978.

Athöfnina leiðir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar ásamt sr. Sigurði Rúnari Ragnarssyni, sóknarpresti.

 

Að athöfn lokinni er gestum boðið að þiggja veitingar í Mána, skemmu skammt frá minningarreitnum.