stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
13.12.2015
Kyrrđarstund í Fella- og Hólakirkju - ath kl. 17:00

Sunnudaginn 20. desember verður kyrrðarstund í Fella- og Hólakirkju kl. 17:00. Þessi kyrrðarstund var fyrst haldin árið 2004 þegar minnst var að 30 ár voru liðin frá snjóflóðunum í Neskaupstað.  Fyrir marga er þetta ómissandi viðburður í aðdraganda jólanna.

Sr. Svavar Stefánsson mun stjórna kyrrðarstundinni en jafnframt verður tónlist flutt. Að venju ljúkum við athöfninni með því að syngja saman. Kaffi og piparkökur að lokinni athöfn. Við hvetjum alla Norðfirðinga til að mæta.

Endilega látið vini og kunningja vita af þessum viðburði.