stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Félagiđ er líka međ facebókarsíđu - Norđfirđingafélagiđ í Reykjavík
16.08.2016
Sr. Svavar lćtur af störfum - guđsţjónusta í Fella- og Hólakirkju 28. ágúst.
Nokkrar svipmyndir af sr. Svavari á samkomum Norđfirđingafélagsins

Þann 1. september næstkomandi lætur sr. Svavar Stefánsson, áður prestur í Neskaupstað en nú í Fella- og Hólakirkju, af störfum að eigin ósk. Síðasta guðsþjónustan hans sem sóknarprestur verður í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 28. ágúst n.k. kl. 11. Í stuttu samtali við sr. Svavar sagðist hann vonast til að sjá sem flesta Norðfirðinga við guðsþjónustuna þann dag því hann segist ekki bara vera að hverfa úr starfi og þakka fyrir samveruna með sóknarbörnum Fella- og Hólakirkju heldur ekki síður „söfnuð“ Norðfirðinga hér syðra, en fólkið eystra væri stór hluti lífs fjölskyldunnar. Hann vildi jafnframt geta þess, að öll sú aðstaða og húsaskjól sem Norðfirðingar hafa notið í kirkjunni í Efra Breiðholti yrði félaginu áfram til reiðu eins og verið hefur undanfarin ár. Væri það frágengið milli sín og sóknarnefndarinnar og þar bókað. Þess má geta að síðasta prestsverk sr. Svavars í embætti verður að skíra lítið norðfirskt barn síðar þennan dag.

Þó sr. Svavar láti af störfum kvaðst hann ætíð reiðubúinn að leggja sínum gömlu sveitungum lið væri eftir því óskað. Verið velkomin í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 28. ágúst kl. 11.