stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
26.12.2012
Hátíđleg kyrrđarstund
Norđfjarđarkirkja

Fimmtudaginn 20 desember var haldin kyrrðarstund Norðfirðingafélagsins í Fella og Hólakirkju. Það var eins og alltaf notaleg stund með Sr. Svavari Stefánssyni. Hann hélt einlæga og góða ræðu um lífið og tilveruna, Barnabörn tvö ásamt hans fluttu yndislega tónlist og Óttar Sveinsson flutti okkur kveðju. Þá gafst gestum kostur á að tendra á kertum til minningar um ástvini sem ekki eru lengur meðal okkar.

Á eftir var boðið uppá kaffisopa og fólki gafst kostur á að spjalla saman.  Það var fjölmennt á samkomunni og er þessi samkoma orðin ómissandi hluti af aðventunni fyrir marga Norðfirðinga.  Hér má nálgast myndir sem teknar voru.

Norðfirðingafélagið þakkar sr. Svavari fyrir fallega stund sem og hlýhug í garð félagsins. Óskum við honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.