stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Félagiđ er líka međ facebókarsíđu - Norđfirđingafélagiđ í Reykjavík
17.02.2013
Spurningakeppni átthagafélaganna 2013

Sú hugmynd vaknaði að endurvekja spurningakeppni átthagafélaganna sem haldin var í nokkur ár kringum aldamótin síðustu. Þar sem spurningakeppnir eru „í tísku“ núna, samanber - Útsvar - Gettu betur -  og öll PubQuiz-in, gæti það verið tilvalinn vettvangur til að vekja athygli á átthagafélögunum og virkja meðlimi þeirra. Ekki síst að fá unga fólkið til að taka þátt. Hugmyndin er því að hafa keppnina létta og skemmtilega, ekki of fræðilega.

Keppnin verður haldin í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus) hefst 28. febrúar og lýkur á síðasta vetrardag. Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson, grunnskólakennari.

Að sjálfsögðu verður Norðfirðingafélagið með í þessari keppni og hefjum við leik seinni daginn sem 16 liða úrslit fara fram, þ.e. fimmtudaginn 7. mars og fyrstu mótherjar verða úr Siglfirðingafélaginu.  Gísli Gíslason er í forsvari keppenda okkar félags og hefur hann fengið Huga Þórðarson, Steinunni Þóru Arnadóttur og Láru Guðlaugu Jónasdóttur með sér í liðið.

Átta liða úrslit 21. mars, undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl. Eftir úrslitin munum við ljúka keppninni með heilmiklu húllumhæi og dansi fram á nótt.
Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos.

Dregið hefur verið í 16 liða úrslitin og líta fyrstu kvöldin svona út:
28. febrúar:
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Djúpmanna
Húnvetningafélagið - Átthagafélaga Sléttuhrepps
Önfirðingafélagið - Árnesingafélagið
Stokkseyringafélagið - Dýrfirðingafélagið

7. mars:
Barðstrendingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Súgfirðingafélagið - Átthagafélag Strandamanna
Átthagafélag Héraðsmanna - Vestfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið - Norðfirðingafélagið
Við hvetjum áhugasama til að fjölmenna öll kvöldin í Breiðfirðingabúð, hvetja sitt fólk og njóta skemmtunarinnar.