stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
15.03.2011
Spennandi blakleikir
Meistaraflokkur ţróttar í blaki.

Um síðustu helgi komust Þróttarstelpurnar  í blaki aftur á toppinn eftir sigur á Stjörnunni 3-0.  Síðasti leikur deildarinnar,  sem jafnframt verður hreinn úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn, verður svo á móti HK 26.mars kl. 14:30 í Digranesi.

En næsta verkefni stelpnanna er Bridgestone bikarinn sem haldinn  er núna  um næstu helgi 19.-20. mars . Spilað er við flottar aðstæður í Laugardalshöllinni og hvetjum við allt blakáhugafólk að mæta og horfa á það besta sem blak hefur upp á bjóða á Íslandi í dag.

Á laugardeginum kl. 14  keppir Þróttur Nes við KA  í undarúrslitum og ef þær vinna þann leik er spilað til úrslita í beinni útsendingu við þá annað hvort HK eða Ými.  Úrslitaleikurinn hefst  kl. 13:30 á sunnudeginum en verður sýndur með seinkun og hefst útsending kl. 13:50 á RÚV.

Aðgangseyri í Laugardalshöllina er 1000 kr. fyrir hvorn dag en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Keppnin um Íslandsmeistaratitilinn hefst svo þriðjudaginn 5.apríl en andstæðingar Þróttar ráðast af því hvernig  fjögur efstu sætin raðast í deildarkeppninni.

Áfram Þróttur Nes!!