stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
30.03.2011
Útilegutíminn ađ hefjast

Nú fara útileguþyrstir íslendingar að taka fram vanga sína og kynda miðstöðvar aftanívagnanna sem stundum minna meira á einbílishús en gistiaðstöðu í útilegu.  Enn fara þó einhverjir í tjaldútilegur líkt og gert var hér áður fyrr og sjá má á myndinni með þessari frétt sem við fegnum senda frá Óskari Bjarnasyni.

Myndin er af Sjöstjörnunum í útilegu á Suðurbæjum sumarið 1945, þar sem þær tjölduðu í Svarðarbotnum á milli Kollumels og Háahrauns upp af Gerðisstekk og á myndinni eru (frá vinstri): Hrönn, Erla og Kolla frá Tindum, Jóhanna og Sóveig Óskarsdóttir frá Framnesi, Lulla og Bobba frá Garði.