stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
10.05.2011
Vorganga á laugardag

Vorganga félagsins verður farinn 14. maí og í þetta sinn er það Hafnarfjörður sem ætlunin er að fræðast um og skoða. Leiðsögumaður er enginn annar en Lúðvík Geirsson fyrrv. bæjarstj. í Hafnarfirði. Hann ætlar að ganga með okkur í gengum gamla bæinn og segja frá sögu staðarins. Lagt verður af stað frá Fjörukránni kl. 10.30 og gengið verður í um tvo tíma (létt ganga - ekkert á fótinn). Þegar við komum aftur á Fjörukránna býða okkar léttar veitingar á vægu verði.  Á Fjörukránni ætlar Lúðvík að vera með smá fyrirlestur um sögu bæjarins fyrir þá sem ekki treysta sér í göngu.
Það er því um að gera að taka strax daginn frá því þetta verður örugglega skemmtileg og fróðleg ferð eins og ávalt.

Það er hægt að skoða myndir frá fyrri ferðum félagsins með því að skoða linkanna hér fyrir neðan

Viðey 2010

Víflstaðarvatn 2009

Mosfellsdalur 2007