stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
19.09.2011
Norđfirđingar í Fjallabyggđ

Fimmtíu og átta manna hópur úr Félagi eldri borgara á Norðfirði leggur land undir hjól og fer norður í Fjallabyggð í fjögurra daga ferð dagana 20.-23. september. Gist verður þrjár nætur á Ólafsfirði og farnar skoðanaferðir þaðan meðal annars til Siglufjarðar þar sem boðið verður upp á skoðunarferð í fylgd heimamanna.

Á Hótel Brimnesi á Ólafsfirði verður slegið upp hamónikkuballi, gripið í spil og ýmislegt annað gert til afþreyingar. Til stendur að fara að Hólum og ferðinni lýkur væntanlega í skoðunarferð í Hrísey. Ferðanefndin undir forystu Kristins V. Jóhannssonar hefur haft veg og vanda af ferð þessari og eiga þau þakkir skildar.

Blómlegt starf Félags eldri borgara á Norðfirði hófst með opnu húsi miðvikudaginn 7. september og mættu á sjötta tug félaga þennan fyrsta dag,