stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Laugardagskaffi
Fyrsta laugardag í mánuði hittumst við í Kaffitári í Kringlunni kl. 09:30 og fáum okkur morgunkaffi og spjöllum um allt milli himins og jarðar.   Þessir viðburðir eru í umsjá Jóns Karlssonar og Hákons Aðalsteinssonar.
03.08.2010
Vígsla útsýnisskifu
Ljósm: Gunnar ŢorsteinssonVígsla útsýnisskífunnar sem gefin er til minningar um Herbert Alfreð Jónsson fór fram þann 30.júlí 2010 kl. 15.00.  Gísli Gíslason formaður flutti stutt erindi um starfsemi Norðfirðingafélagsins, Hólmfríður Guðlaug Guðjónsdóttir gerði grein fyrir undibúningi og framkvæmd verkefnisins og þakkaði öllum þeim sem lögðu verkefninu lið á einn eða annan hátt.  Jón Bjarnason og Konráð A. Ottósson léku sjómannalög.  Helga Jónsdóttir bæjarstýra þakkaði gjöfina fyrir hönd Fjarðabyggðar. Synir Herberts, þeir Stefán, Tryggvi og Víðir, vígðu svo skífuna.  Fjölmargir voru viðstaddir vígsluna sem fór fram í blíðskapar veðri við upphaf Neistaflugs í Neskaupstað. Fleiri myndir frá vígslunni má sjá hér.  Gunnar Þorsteinsson tók myndirnar.