stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
22.09.2010
Gönguferđ um miđbć Reykjavíkur
Mynd frá menningargöngu félagsins 2009.

Minnum á að þann 25. september verður gönguferð um gamla miðbæinn frá Hljómskálanum kl. 10.30.
Leiðsögumaður verður Norðfirðingurinn Ragna Ólafsdóttir.
Nánari upplýsingar gefur Birna Sævarsdóttir.

Hin árlega haustganga Norðfirðingafélagins verður á morgun laugardaginn 25. september kl. 10.30. Leiðsögumaður er Ragna Ólafsdóttir frá Norðfirði. Það verður lagt upp frá Hljómskðálanum kl. 10.30 og sagt frá sögu hans og garðsins. Næst Tjörnin sjálf skoðuð, tilurð og saga sem og umhverfi hennar, helstu hús þar. Farið yfir sögu Aðalstrætis og nokkurra bygginga á leiðinni. Landnám nefnt og hvað vitað er um það. Fjallað um Innréttingarnar og Skúla Magnússon, þ.e.fyrsta skipulag og vísir að þorpsmyndun í Rvík (sjá og Aðalstræti 12). Aðalstr. var leið bænda til sjávar frá upphafi. Að endingu göngum áfram um Kvosina og rifjum upp atburði eftir því sem tími leyfir, brunann 1915, Austurvöll fyrr og nú, Sögu Stjórnarráðshússins o.fl.