stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Félagiđ er líka međ facebókarsíđu - Norđfirđingafélagiđ í Reykjavík
20.10.2010
Gamansögur af Norđfirđingum
Ný bók - gamansögur af Norđfirđingum og nćrsveitungum.

Bókaúgáfan Hólar gaf nýlega út bókina Galar hann enn! Gamansögur af Norðfirðingum og nærsveitungum.  Það er Elma Guðmundsdóttir sem tekið hefur efnið saman og er þetta hvort tveggja í senn; fyrsta skiptið sem austfirskar gamansögur koma út í bók og ennfremur í fyrsta sinn sem kona stendur að baki gamansagnabókar.  
Bók eins og þessi kryddar auðvitað upp á tilveruna og því er við hæfi að birta hér nokkrar sögur úr henni:

Skoðanakannanir eru ekki svo gamalt fyrirbæri en gætu þó verið allt að 30 ára gamlar hér á landi.
Í sveitarstjórnarkosningunum í vor stóðu Fréttablaðið og Stöð2 fyrir könnun um fylgi framboðanna í Fjarðabyggð. Stuttu síðar var hún til umræðu á kosningarskrifstofu Fjarðalistans í Neskaupstað og áttu þau það sameiginlegt Smári Geirsson og Elma Guðmundsdóttir að hafa aðeins tvisvar sinnum lent í skoðanakönnunum. Þessari könnun og svo annarri sem gekk út á hvaða bílategund viðkomandi hefði mest dálæti á. Elma var ekki lengi að nefna ameríska bílategund en Smári nefndi Lödu. Þá varð löng þögn í símanum hjá Smára en loks kom:
„Ég ber spurninguna upp aftur.“

*

Það var á eftir síldarárum þegar einungis var saltað var hjá SVN og einum öðrum stað í Neskaupstað að einn matsmaðurinn á plani SVN, Jóhannes Sveinbjörnsson, bauð til lokahófs. Ekki vildi betur til en í veislulok, þegar vertinn var sofnaður, að eldur braust út í húsinu. Jóhannes vaknaði við vondan draum og komst út en nokkrar skemmdir urðu á húsinu. Í síldartörnunum söltuðu konur ekki alltaf  á sama planinu, þær voru eins og verkamennirnir á Eyrinni, sóttu vinnu þar sem vinnu var að hafa. Ein þessara kvenna var Stella Steinþórsdóttir sem alla jafna var kölluð Stella stóra, en hún er frekar hávaxin, það lætur líka hátt í henni og svo er hún fljót að svara fyrir sig. Hún var í partýinu hjá Jóa. Svo gerist það að Stella var við söltun hjá Gylfa Gunnars og þar var partý, að til hennar kemur kona og segir við hana í gamansömum tón:
„Er það satt að sokkabuxurnar þínar hafi brunnið inni í partýinu hjá Jóa?“
„Nei,“ svaraði Stella að bragði, „ég fór aldrei nema úr annarri skálminni.“

Nánar má lesa um bókina á vefsíðu útgáfunnar þar sem einnig má panta bókina.