stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
29.10.2010
Myndir frá Tónlistarkvöldi

 Tónlistarkvöld félagsins var haldið á Spot föstudaginn 8. okt. 2010.  Hljómsveitin Mono með Norðfirðingana Bjarna Frey Ágústsson og Hlyn Benediktsson héldu uppi fjörinu.  Árgangur 1959 hafði hitting þetta kvöld.  Kannski er það góð hugmynd að á næstu tónlistarkvöldum verði árganga keppni hvaða árgangur mætir best.  Hjálagðar myndir eru fengnar frá Margréti Guðmundsdóttir úr 1959 árgangnum.

Nokkrar myndir frá kvöldinu má nálgast hér.