stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Laugardagskaffi
Fyrsta laugardag í mánuði hittumst við í Kaffitári í Kringlunni kl. 09:30 og fáum okkur morgunkaffi og spjöllum um allt milli himins og jarðar.   Þessir viðburðir eru í umsjá Jóns Karlssonar og Hákons Aðalsteinssonar.
17.03.2009
Formannsskipti hjá Félagi eldri borgara
 Guđný Jónsdóttir - Gúlla, fćrđi Jóhönnu blóm og ţakkađi henni vel unnin störf. Mynd: Elma Guđmundsdóttir - fréttaritari.

Aðalfundur Félags eldri borgara á Norðfirði var haldinn í Sigfúsarhúsinu á laugardaginn. Sannaðist þar hið fornkveðna að þröngt mega sáttir sitja því húsfyllir var. Fundasalurinn sem eldri borgarar hafa í Sigfúsarhúsinu er fyrir löngu orðinn of lítill en um 150 manns eru í félaginu og eru þeir duglegir að sækja viðburði á vegum þess.
Jóhanna Ármann sem verið hefur formaður félagsins frá stofnum eða í 17 ár lét nú af störfum og við formennsku tók Elma Guðmundsdóttir. Jóhönnu voru þökkuð einstaklega vel unnin störf í þágu félagsins. Nýkjörinn formaður gat þess í ávarpi sínu að henni hefði til þessa verið hugleiknara að stjórna íþrótta- og æskulýðsfélögum en svona færi aldurinn með hana.
Kaffisamsæti var að fundinum loknum. Næsti viðburður á vegum félagsins eru “Sparidagar” á Hótel Örk í Hveragerði en þangað ætla 40 - 50 manns.