stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
10.04.2009
Norđfirđingar á ,,Sparidögum”
Frá vinstri: Halldóra, Anna, Ari,  Herdís og Sigurbjörg. Ljósm. Elma Guđmundsdóttir.Norðfirðingar í Félagi eldri borgara á Norðfirði brugðu undir sig betri fætinum á dögunum og skelltu sé á “Sparidaga” á Hótel Örk í Hveragerði. Þetta er orðinn nokkuð árviss viðburður og hefur mælst vel fyrir. Á Örkinni er gestum séð fyrir góðu atlæti og skemmtum. Að þessu sinni taldi hópurinn um fimmtíu manns og var rúta frá ,,Tanna" farkosturinn. Óhætt er að segja að söngurinn hafi verið hæst skrifaður af öllu sem fram var borið og voru stofnaðir á staðnum litlir sem stórir kórar og tóku viðstaddir hressilega undir.
Ekki veit ég hverjir voru yngsti í hópnum en þeir elstu voru yfir nírætt og þá á ég við alla Austfirðingana. Það vakti athygli þegar kölluð voru upp á svið fimm systkini frá Neskaupstað. Skemmtanastjórinn sagðist aldrei hafa vitað fyrr að svo mörg systkini væru saman komin. Hann var þá upplýstur um það að þetta væri í þriðja skiptið sem þau væru þarna öll saman!