stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Laugardagskaffi
Fyrsta laugardag í mánuði hittumst við í Kaffitári í Kringlunni kl. 09:30 og fáum okkur morgunkaffi og spjöllum um allt milli himins og jarðar.   Þessir viðburðir eru í umsjá Jóns Karlssonar og Hákons Aðalsteinssonar.
10.04.2009
Sex í Hveragerđi
Olga Jónsdóttir, Ríkey Guđmundsdóttir, Bergţóra Ásgeirsdóttir, Hilmar Símonarson, Margrét Sigurjónsdóttir og Jón Lundberg. Ljósm: Elma Guđmundsdóttir.Gestkvæmt var hjá Norðfirðingunum sem voru á Sparidögunum í Hveragerði. Það mátti því segja að lítið “fermingarmót” hafi verið haldið þegar þau hittust fermingarsystkinin; Olga Jónsdóttir, Ríkey Guðmundsdóttir, Bergþóra Ásgeirsdóttir, Hilmar Símonarson, Margrét Sigurjónsdóttir og Jón Lundberg.
Þessi fermdust snjóavorið mikla 1951. Nánar tiltekið 22. maí. Þá var séra Guðmundur Helgason prestur á Norðfirði og var hann jafnframt enskukennari þeirra. En svo bar við að séra Guðmunur fór í austurveg þetta vor, nánar tiltekið til Rússlands og varð því fermingarundirbúningurinn minni en ella. Enskukennslan var sett í hendurnar á frú Önnu Einarsson, konu Birgis Einarssonar apótekara.