stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
07.05.2009
Norđfjarđarsaga II - Tilbođ til félagsmanna framlengt til 5. júní
Bókarkápa nýju bókarinnar

Eins og fram hefur komið á vefnum hjá okkur er komið út bindi nr. 2 um sögu Norðfjarðar.  Um sannkallað stórvirki er að ræða því bækurnar eru tvær samtals 860 bls.  Bókunum er skipt í 19 kafla með um 400 ljósmyndum sem margar hafa aldrei birst áður og var mikið lagt í að nafngreina alla þá sem á myndunum eru.

Fullt verð bókanna er 17.900 kr en félagsmönnum Norðfirðingafélagsiins býðst að eignast bækurnar á sérstöku tilboðsverði 12.900. kr. og er hægt að skipta greiðslunni í 3-4 hluta sé greitt með greiðslukorti og án als kostnaðar. Einnig er hægt að greiða bækurnar við viðtöku en engin sendingarkostnaður er fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.  Fyrir þá sem búa utan höfuðborgasvæðisins er einnig hægt að senda bækurnar í póstkröfu og er það gert án als kostnaðar.

Þetta eru bækur sem engin Norðfirðingur ætti að láta framhjá sér fara.

Bókaútgáfan Hólar hefur ákveðið að framlengja tilboð sitt til félaga í Norðfirðingafélaginu til 5. júní.  Sala bókanna hefur gengið vel, enda um mikið fróðleiksrit að ræða.

Hægt er að panta bókina með því að senda tölvupóst á   bbaldur@simnet.is  eða hafa samband við Brynjar eða Önnu í síma 581-1964 / 698-6919.

Einngi býður Bókaútgáfan Hólar okkur í félaginu að kaupa fyrri bókina, Norðfjarðarsaga I  - Frá upphafi byggðar til ársins 1895 sem í almennri sölu er 7.980 kr á aðeins 2.980 kr. meðan birgðir endast.

Þeir eru jafnframt með fleiri bækur til sölu - sjá heimasíðu þeirra http://www.holabok.is/