stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
10.05.2009
Fermingarbarnamót
Salgerđur Ólafsdóttir, Rósa Ingibjörg Oddsdóttir

Það er að orðinn góður og skemmtilegur siður að fermingarbörn hittast og geri sér glaðan dag. Okkur bárust nýlega nokkrar myndir frá einni slíkri samkomu, en síðastliðið vor hittust 12 fermingarsystkin  sem fermdust í Norðfjarðarkirkju þann 9. maí 1954 hjá Rósu Ingibjörgu Oddsdóttur. 

 Fleiri skemmtilegar myndir frá samkomunni má sjá hér. 

Við viljum hvetja þá sem halda slík mót að deila með okkur gleðistundunum og senda okkur myndir sem við munum með mikilli gleði setja á vefinn okkar.