stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
18.06.2009
Myndir frá kaffisamsćti á sjómannadaginn komnar á netiđ
Kaffi ReykjavíkÁ sjómannadaginn hittust yfir 80 Norðfirðingar á Kaffi Reykjavík, en eins og flestum er kunnugt hefur félagið um nokkurra ára skeið staðið fyrir kaffisamsæti milli kl. 15 og 17 á þessum hátíðisdegi.  Skemmst er frá því að segja að viðtökur voru mjög góðar og hefur sífeld aukning verið frá því að þetta var fyrst haldið.  Það er svosem ekkert skrýtið - frábært fólk til að hitta og spjalla við undir dynjandi harmonikkuleik - og ekki skemma veitingarnar fyrir.  Hægt er að skoða myndir frá deginum hér