stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
18.09.2009
Heimasíđan undir árásum

Eins og glöggir gestir heimasíðunnar okkar hafa tekið eftir hefur hún ekki verið uppfærð um nokkurn tíma.  Ástæðan er mikill áhugi tölvuþrjóta sem gert hafa árásir á síðuna og því ekki verið hægt að koma inn nýju efni um nokkurt skeið.  Kristján Kristjánsson og félagar hjá Skerfum framar hafa nú kippt þessu í liðin og ættu upplýsingar, myndir og annað efni að fara að birtast að nýju með eðlilegum hætti.