stjorn@nordfirdingafelagid.is     822-1709
   
Leturstćrđ
Ađalfundur og sólarkaffi
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 24. janúar í Fella- og Hólakirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá aðalfundar:
Setning
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur
Samþykktir félagsins
Önnur mál


Strax að loknum aðalfundi verður sólarkaffi félagsins haldið og að sjálfsögðu hvetjum við gesti til að koma með bakkelsi á borðið og eiga góða stund í ekta sunnudagskaffi með öðrum Norðfirðingum.
Aðgangeyrir er kr 1000 en ókeypis fyrir þá sem koma með meðlæti. 
03.10.2009
Vantar ţig ađ komast í sveitina?
Starfsmannafélag Fjarðabyggðar (STAF) býður félagsmönnum Norðfirðingafélagsins í Reykjavík að leigja sumarbústað.

STAF  keypti sé bústað  í Munaðarnesi nú í vetur  og þar sem það er nú alveg hinumegin á landinu fyrir félagsmenn munu þeir ekki nota hann mikið yfir veturinn. Því bjóða þeir okkur að leigja hann í vetur  t.d. um helgar.  Þetta er stór bústaður með 3 herbergjum  og öllu sem til þarf þar með talið heitum potti.  
Hægt er að skoða bústaðinn á vefslóðinni www.123.is/staf. Verðið er 15.000 fyrir helgina föstudag til sunnudags og ef um auka nótt væri að ræða  þá er hún á 5.000.
Þeir sem eru áhugasamir um að nýta sér þetta góða tilboð STAF eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Birnu Rósu Gestsdóttir  477 1699 / 846 5527 birnarosa@simnet.is